Ísland var skóglaust land í margar aldir eftir að kjarr og birkiskógar eyddust af völdum landnámsmanna. Nú í dag er skógrækt þó loksins komin vel á veg og fleiri tré eru gróðursett á ári miðað við höfðatölu þjóðar, en á nokkrum öðrum stað í heiminum. Spáð er að á komandi áratugum muni Ísland öðlast sjálfbærni í viðarframleiðslu og er því brýnt að hefja rannsókn á staðbundnum við og möguleikunum á notkun hans í hönnun.

Á Rendez-wood? var sýnd röð verka ásamt kynningarefni á bæði- ljósmynda- og myndbandsformi en verkefnin eru öll innblásin af íslenskri náttúru og eiga það sameiginlegt að vinna með „low-tech“ og primitivísk konsemt þar sem einblínt er á þörf nútímamannsins til þess að tengjast náttúrunni enn á ný. 

Ljósmyndir, myndbönd og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu verkefnisins

Þeir nemendur sem tóku þátt í verkefninu eru: Anna Guðmundsdóttir, Katrín Magnúsdóttir, Thelma Hrund Benediktsdóttir, Ágústa Sveinsdóttir, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Sigurjón Axelsson og Björk Gunnbjörnsdóttir.

Kennarar: Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Dögg Guðmundsdóttir og Hafsteinn Júlíusson. Fagstjóri í vöruhönnun er Garðar Eyjólfsson.