Rannsóknarsetur tónlistar er miðstöð rannsókna á nýsköpun og miðlun tónlistar í fjölbreyttu menningarumhverfi. Rannsóknarsetrið býður upp á aðstöðu til hönnunar hugbúnaðar og vélbúnaðar til frumsköpunar og flutnings tónlistar í stafrænu og hliðrænu nútímaumhverfi. Þróunarvinna í gervigreindar- og hlutbundnu forritunarumhverfi eru meða þátta sem leggja grunn að starfseminni – ásamt smíði hljóðgjafa og hljóðfæra til nýsköpunar og flutnings tónlistar í rauntíma.

Í rannsóknarsetrinu skapast aðstaða til sameiginlegra verkefni nemenda og atvinnumanna á sviði nýsköpunar, spuna og þróunar í tónlist - ásamt möguleikum á þverfaglegum samstarfsverkefnum á milli ólíkra listgreina s.s. myndlistar, kvikmyndagerðar, videólistar, nýmiðla, danslistar og hljóðfærahönnunar.  Við setrið verður boðið upp á kynningar, vinnustofur og tónleika sem allt er opið fyrir aðila setursins og almenning.

Á myndinni eru frá vinstri: Kjartan Ólafsson prófessor og starfandi deildarforseti tónlistardeildar, Halldór Úlfarsson myndlistarmaður og hljóðfærahönnuður og Þráinn Hjálmarsson, tónskáld og hljóðfærahönnuður.