Massimo hefur margháttaða menntun á sviði arkitektúrs. Hann lauk fullnaðarnámi í arkitektúr frá IUAV School of Architecture í Feneyjum árið 2000, MA-gráðu í hýbýla- og borgarfræðum frá School of Architecture, Architectural Association í London 2002 og MSc-gráðu í svæðis- og skipulagsfræðum frá London School of Economics árið 2011. Árið 2005 hlaut hann löggildingu sem arkitekt á Íslandi og á Ítalíu árið 2008.

Massimo hefur verið stundakennari við Listaháskólann frá 2004, þar sem hann hefur kennt yfir 30 námskeið, leiðbeint fjölda nemenda þvert á faggreinar auk þess að taka þátt í uppbyggingu og þróun náms í arkitektúr. Í kennslu hefur hann sérhæft sig í rannsóknum á borgarumhverfinu og borgarfræðum ásamt því að kenna hönnunarfræði bæði á bakkalár- og meistarastigi. Auk þessa hefur hann hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið í ýmsum háskólum og á opinberum vettvangi í Evrópu, Asíu, Ástralíu og S-Ameríku. Þá hefur hann ritað greinar, ritstýrt og gefið út efni um arkitektúr og skipulagsmál.

Í álitsgerð dómnefndar kemur fram að Massimo hafi góða yfirsýn yfir strauma og stefnur í faginu, en hann hefur starfað sem arkitekt, skipulagshönnuður, ráðgjafi og verkefnisstjóri á sviði arkitektúrs og skipulagsmála í Reykjavík, Jerúsalem, London og Mílanó. Verk hans hafa verið sýnd á opinberum vettvangi, auk þess sem hann hefur tekið þátt í hönnunarsamkeppnum og unnið til verðlauna eða fengið viðurkenningar í fjórum samkeppnum.

Massimo Santanicchia tekur við starfi þann 1. ágúst