Í haust býður deildin upp á fjölbreytt úrval áfanga á meistarastigi. Námskeiðin eru opin öllum með grunn-háskólagráðu í kennslu eða listum. Starfandi listgreinakennarar eru sérstaklega hvattir til þess að sækja námskeiðin, enda henta þau einstaklega vel til endurmenntunar á sviði listkennslu.

Námskeiðin sem í boði verða á haustönn 2013 eru:

  • Listir og sjálfbærni
  • Rödd – spuni – tjáning
  • Skapandi skrif
  • Rafmögnuð tónlist og upptökur
  • Námsefnisgerð
  • Listkennsla nemenda með sérþarfir
  • Fræðsla fullorðinna
  • Skapandi leiðir í píanókennslu
  • Bókagerð
  • Í leit að myndum og sögum –myndrænt leikhús/hlutaleikhús

Kennarar eru allir leiðandi á sínu sviði og koma bæði úr röðum kennara við LHÍ og af vettvangi.

Nánari upplýsingar og skráning