Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir er nýr verkefnastjóri Listkennsludeildar og hefur þegar hafið störf.

Hún er menntuð leikkona og var nemandi við Listkennsludeild og útskrifaðist þaðan 2011 með kennsluréttindi. Ólöf er úr Kópavogi en býr í Hafnarfirði og syngur meðal annars í tríóinu Þrjár í frístundunum. Hún er stofnandi Félags Misfætlinga, leiðbeinandi í Gestastofu Ölgerðarinnar, athafnarstjóri hjá Siðmennt og situr auk þess í stjórn Reykjavíkurdeildar Rauða krossins. Hún lauk meistaranámi frá Bifröst í Forystu og stjórnun um síðustu áramót.

Að meistaranámi loknu skellti Ólöf sér til Afríku þar sem hún kenndi börnum leiklist og er nýlega komin heim til Íslands frá því ævintýri.