Hljóðfærið er 26 strengja rafstrokin harpa með snertitökkum en er að auki sjálfspilandi með hjálp tölvu. Með hljóðfærinu er hefðbundnu samspili snertingar, viðbragðs og tóns á strengjahljóðfæri umturnað. Strengirnir, sem eru innan í hljóðfærinu, eru knúnir áfram með snertitökkum úr kopar á viðaryfirborði. Hljóðið kemur innan úr hljóðfærinu, en þrátt fyrir að vera rafknúið er hljóðið einungis byggt á eigindum strengjanna sem slíkra. Náttúruleg endurómun 26 opinna strengja skapar því þann tónblæ sem er einkennandi fyrir hljóðfærið.

Hér má heyra í slaghörpu Úlfs:

Verðlaunin eru árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt er af sjóðnum, en stjórn velur 5-6 verkefni sem öndvegisverkefni sjóðsins og hljóta þau tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verðlaunin verða afhent 19. febrúar á Bessastöðum af forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni.

Listaháskólinn óskar Úlfi til hamingju með viðurkenninguna og óskar honum velgengni með áframhaldandi nýsköpun á sviði tónlistar. 

Hér má sjá upplýsingar um hin öndvegisverkefnin sem tilnefnd eru: