Sjóðurinn starfar í samhengi við samstarfssamning sem skólinn hefur gert við Háskólaútgáfuna, sem markar tímamót í útgáfustarfsemi skólans og mun auðvelda kennurum skólans að finna efni sínu farveg til útgáfu. Styrkveiting er þó ekki háð því að höfundar vilji gefa út hjá Háskólaútgáfunni og er frjálst að finna efni sínu annan farveg.

Á er að finna reglur um starfsemi hans, skilyrði fyrir styrkveitingum, skipan í stjórn, viðmið um úthlutun og umsóknareyðublað. Auglýst er einu sinni á ári og rennur fyrsti umsóknafrestur út mánudaginn 6. janúar 2014.

Ritari sjóðsin, , forstöðumaður Rannsóknaþjónustu, svarar fyrirspurnum og aðstoðar við umsóknagerð.