Á diskinum eru fimm verk sem spanna um tuttugu ár af tónsmíðaferli Hjálmars. Flytjendur eru Kammersveit Reykjavíkur, Marta Hrafnsdóttir, alt, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Ólafur Kjartan Sigurðarson, barítón.

Það er vert að geta þess að myndefnið fyrir diskinn er fengið úr veggmyndinni í undirgöngunum í Skipholti 1 sem áður hýsti hönnunar- og arkitektúrdeild og háskólaskrifstofu Listaháskólans. Það voru nemendur í hönnun sem gerðu veggmyndina á sínum tíma. Ármann Agnarsson sá  um alla hönnun. Útgefandi er Smekkleysa.

Með diskinum fylgir 28 síðna bæklingur með öllum upplýsingum og ljóðatextum á þremur tungumálum, þ.e. á íslensku, ensku og þýsku.

Fésbókarsíða disksins er aðgengileg

Heyra má viðtal við Hjálmar um diskinn og tónlistina í Víðsjá