Bryndís Snæbjörnsdóttir tekur við starfi prófessors og fagstjóra meistaranáms í myndlist. Bryndís er virk í faginu á innanlands- og alþjóðavettvangi og á að baki fjölda einka- og samsýninga. Hún er leiðandi myndlistarmaður á sínu sérsviði og hefur hlotið ýmsa rannsóknarstyrki. Bryndís hefur viðamikla reynslu af akademískum störfum og kennslu á háskólastigi innanlands sem erlendis auk þess að hafa viðamikla akademíska stjórnunarreynslu.
Bryndís hefur lokið doktorsprófi í myndlist frá Gautaborgarháskóla, meistaraprófi og bakkalárprófi í myndlist frá Glasgow School of Art og B.Ed. prófi frá Kennaraháskóla Íslands.
 
Hildur Bjarnadóttir tekur við stöðu dósents við meistaranám í myndlist. Hildur er virk á sínum fagvettvangi innanlands og á alþjóðavettvangi og á að baki fjölda einka- og samsýningar. Hún er leiðandi myndlistarmaður á sviði listrannsókna á textíl og eru verk hennar mjög rannsóknartengd. Hún hefur umtalsverða reynslu af kennslu á háskólastigi hérlendis sem erlendis auk þess að hafa umtalsverða stjórnunarreynslu í akademísku starfi.
Hildur lauk meistaraprófi í myndlist frá Pratt Institute í New York, bakkalárprófi í textíl frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og mun í haust ljúka doktorsprófi frá Norwegian Artistic Research Fellowship Programme.
 
Bjarki Bragason tekur við starfi lektors og fagstjóra bakkalárnáms í myndlist í fullu starfi.
Bjarki hefur verið virkur á fagvettvangi bæði innanlands sem erlendis, auk þess sem hann hefur nokkra reynslu af sýningarstjórnun. Hann er virkur listrannsakandi og hefur töluverða reynslu af kennslu á háskólastigi auk fjölbreyttrar stjórnunarreynslu á sviði myndlistar.
Bjarki lauk meistaraprófi í myndlist frá California Institute of the Arts, CalArts í Los Angeles og bakkalárprófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands.
 
 
Ólöf Nordal tekur við starfi dósents í myndlist í hálfu starfi. Hún á að baki fjölda einka- og samsýninga og er virk innanlands sem erlendis. Ólöf hefur stundað samfélagslegar listrannsóknir og eru verk hennar mjög rannsóknartengd. Hún hefur umfangsmikla kennslureynslu á háskólastigi og reynslu af akademískum störfum.
Ólöf hefur lokið meistaraprófi í myndlist frá Yale University School of Art og frá Cranbrook Academy of Art, prófi frá Myndlistar- og handíðaskóla Íslands og diplómaprófi í listkennslu frá Listaháskóla Íslands.
 
Carl Boutard tekur við starfi aðjúnkts í myndlist í hálfu starfi. Carl er virkur á fagvettvangi á alþjóðavettvangi og á að baki nokkurn fjölda einka- og samsýninga og hefur hann nokkra kennslureynslu á háskólastigi.
Carl lauk meistaraprófi í myndlist frá Konsthögskolan í Malmö, bakkalárprófi í arkitektúr frá KTH Royal Institue of Technology í Stokkhólmi og bakkalárprófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands.