Í fyrirlestrinum fjallar Þorbjörg um nostalgíu og náttúru í
kvikmyndinni Heima eftir hljómsveitina Sigur Rós og setur jafnframt í
samhengi við hugmyndafræði og ímynd valinnar tónlistarsenu á Íslandi og
samfélagsumræðu dagsins í dag. Fyrirlesturinn tengist doktorsverkefni
Þorbjargar en hún vinnur nú að rannsókn á hugmyndinni um íslenskan
hljóm, tengdum náttúru og landslandslagi, ímyndasköpun og átökum yfir
orðræðu erlendis og á Íslandi.

Fyrirlesturinn fer fram í Tónlistarsafni Íslands, fimmtudaginn 15. ágúst kl. 15.

Allir velkomnir.