Vorfundur Nordic Architecture Academy fór fram við Listaháskóla Íslands í lok apríl. Hönnunar- og arkitektúrdeildin er aðili að NAA sem eru samtök allra arkitektaskóla á Norðurlöndunum og Baltnesku löndunum. 18 arkitektaskólar eru starfsræktir á þessu svæði og komu allflestir rektorar til funda í Reykjavík. Vettvangurinn fjallar um sameiginleg málefni menntunar og uppbyggingu rannsókna en helsta sameiginlega verkefnið er að gefa út Nordic - Journal of Architecture.