LAP er leiðandi fyrirtæki á sviði úgáfu akademískra bóka í Þýskalandi og gefur út um 10.000 titla árlega til alþjóðlegrar dreifingar. LAP mun gefa út doktorsritgerð Nínu Margrétar í bók, sn. “monograph” sem ber titilinn: “The Piano Works of Páll Ísólfsson (1893-1974) A Diverse Collection.” Bókin kemur út á næstu vikum.

Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1985 og doktorsprófi í píanóleik frá City University of New York. Nína Margrét hefur komið fram á Íslandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan og Kína sem einleikari, með hljómsveitum og í kammertónlist.

Hún hefur hljóðritað fjóra geisladiska fyrir Naxos, BIS og Skref. Nína Margrét er aðjúnkt við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og starfar einnig við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Kópavogi. Hún flytur reglulega fyrirlestra um  tónlist og tónlistarrannsóknir hér á landi og erlendis. Nína Margrét hefur verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Klassík í hádeginu í Gerðubergi frá upphafi. Hún hlaut listamannalaun til eins árs árið 2012.