Myndbandslist er mjög stór þáttur í list samtímans. Hún er listform sem segja má að liggi milli kvikmyndar og málverks. Gjarnan einskorðast mynbandslistin við skjái og tjöld listasafna, en nú gefst einstakt tækifæri á að sjá hana heima í stofu. Á dagskrá Næturvarps má finna verk ólíkra listamanna, jafnt frumkvöðla sjálfrar myndbandslistarinnar og listamenn sem alist hafa upp alla ævi við fjölbreytta notkun myndmiðla, enda sjálfir mun yngri en elstu verkin sem sýnd eru. Sérstök ánægja er að sýna verk Steinu Vasulka sem átti ríkan þátt í að þróa myndbandslistformið í árdaga þess þegar hún bjó og starfaði í New York ásamt Woody Vasulka.

Í Næturvarpi er boðið upp á sýningar á vídeóverkum, óháð þeim tímarömmum og samhengi sem almannarými listastofnana bjóða. Sjónvarpið sem miðill er kannaður og möguleikarnir sem þar búa.

Eftirtaldir myndlistarmenn sýna verk sín í Næturvarpi:

Hekla Dögg Jónsdóttir, Sigurður Guðjónsson, Steina & Woody Vasulka, Ragnar Kjartansson, Magnús Sigurðarson, Kolbeinn Hugi Höskuldsson, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Birgir Andrésson, Hrafnkell Sigurðsson, Steingrímur Eyfjörð, Erling T.V. Klingenberg, Bjarni Massi, Elín Hansdóttir, Tómas Lemarquis, Gunnar Jónsson, Úlfur Grönvold, Loji Höskuldsson, Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir, Curver, Una Margrét Árnadóttir, Snorri Ásmundsson, Sigríður Tulinius, Selma Hreggviðsdóttir, Anna Hallin & Olga Bergman, Haraldur Jónsson, Sigurður Guðmundsson, Finnbogi Pétursson, Gjörningaklúbburinn, Tumi Magnússon, Hreinn Friðfinnsson, Styrmir Örn Guðmundsson, Hrafnhildur Arnardóttir, Þorgeir Guðmundsson.

Næturvarp er verkefni Slíjms í samstarfi við listamennina, RÚV og Kling & Bang gallerí.