Art of noises

Nemendur í námskeiðinu Tími og hljóð undir leiðsögn Curvers Thoroddsen opna samsýninguna Art of noises á Old Kaffi Rót, Hafnarstræti 17. Sýningin verður opin laugardaginn 13. apríl frá kl. 17.00-22.00 og sunnudaginn 14. apríl frá kl. 13.00-17.00 

Consequences

Nemendur í námskeiðinu Frásögn í vídeó undir leiðsögn Þorbjargar Jónsdóttur opna samsýninguna CONSEQUENCES í Kaffistofunni, nemendagallerí Listaháskóla Íslands að Hverfisgötu 42. Sýningin er opin Laugardaginn 13. apríl frá kl. 17.00-22.00.

Art click daily

Föstudaginn 5. apríl klukkan 12:15 verður myndlistar vef-vettvanginum Art Click Daily hleypt af stokkunum með tveimur sýningum frá stofnendum vefsins, þeim Brynjari Helgasyni og Ívari Glóa. Í kjölfarið fylgja sýningar þeirra Baldvins Einarssonar og Hrafnhildar Helgadóttur þann 12. apríl.

Þessar fjórar fyrstu sýningar vefsvæðisins opna samhliða Sequences myndlistarhátíðinni. Sýningarnar koma svo til með að standa til frambúðar og fleiri munu líta dagsins ljós í náinni framtíð.