Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur stefna að því að gera myndir af verkum í sinni eigu aðgengileg á europeana.org í sumar. Þarna munu fara inn ljósmyndir af verkum gerðum eftir 1945, m.a. málverkum og innsetningum, en einnig munu nokkur myndbandsverk rata inn á síðuna. Vinna við stafræna endurgerð verkanna hófst í janúar 2011 og ætti að ljúka núna í júní. Söfnin eru þátttakendur í Digitising Contemporary Art sem er samevrópskt verkefni sem miðar að því að koma meiri samtímalist inn á Europeana vefgáttina. Vonast er til að efnið birtist á vefnum á safnadaginn í byrjun júlí. Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á www.listasafn.is og á www.dca-project.eu