Kennsla var flutt í anddyri ráðuneytisins þar sem var leikið, sungið, spilað á hjóðfæri og dansað. Með þessu var verið að vekja athygli á málstaðnum og leyfa starfsfólki ráðuneytisins í leiðinni, að upplifa þá hljóðmengun og þrengsli sem nemendur og kennarar skólans búa við.

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarráðherra, bauð fulltrúum nemenda og kennara á sinn fund þar sem farið var yfir stöðuna og fulltrúar skólans afhentu kröfu um úrbætur á bráðavanda deildanna tveggja auk áskorunar um að stjórnvöld taki markverða afstöðu varðandi byggingu húsnæðis sem hýsi allar deildir Listaháskóla Íslands undir einu þaki. Þess má vænta að báðir aðilar séu betur upplýstir eftir þennan fund og að vonandi verði fundin lausn á húsnæðismálum deildanna tveggja sem fyrst sem og að línur skýrist varðandi framtíðahúsnæði fyrir Listháskólann í heild.

Mótmælin héldu síðan áfram við alþingishúsið eftir hádegi og tókust þau með ágætum.

File \u002D Yfirlýsing

Ljósmynd: Sigtryggur Ari Jóhannson, DV