Ingólfur hafði ánafnað skólanum teppið áður en hann lést. Það voru dætur Ingólfs, þær Þorgerður, Rut, Vilborg, Unnur María og Inga Rós sem afhentu skólanum teppið við hátíðlega athöfn þann 29. apríl síðastliðinn.

Ingólfur (1923 - 2009) er þekkastur sem stofnandi og söngstjóri Pólýfónkórsins en jafnframt var hann brautryðjandi á Íslandi á sviði ferðamála. Undir stjórn Ingólfs flutti Pólýfónkórinn mörg af mikilvægustu verkum kórbókmenntanna, auk þess að flytja verk íslenskra höfunda sem mörg voru samin sérstaklega fyrir kórinn. Þá var hann atkvæðamikill á sviði söngkennslu í landinu og stóð m.a. fyrir útgáfu á kennsluefni á því sviði. Ingólfur hlaut margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín að tónlistarmálum, m.a. var hann sæmdur heiðurslaunum Íslensku tónlistarverðlaunanna 2009.