Fyrir hrun voru uppi áform um að byggja húsnæði við Laugarveg en hætt var við það.

Með þessari samþykkt verður gert kostnaðarmat á tveim kostum. Annars vegar uppbyggingu í Laugarnesinu þar sem myndlistardeild og listkennsludeild eru til húsa. Hins vegar við Sölvhólsgötu þar sem leiklistar- og dansdeild og tónlistardeild eru staðsettar í dag. Báðar þessar lóðir eru í eigu ríkisins og uppbygging á þeim kallar á breytingu á deiliskipulagi. 

Hjálmar. H. Ragnarsson, rektor fagnar þessum áfanga „Vil ég fagna þessum áfanga sem ég tel vera mjög mikilvægan. Bygging skólans er aftur komin á dagskrá og við horfum til þess að hann komist undir eitt þak.“