Listrænir stjórnendur eru tveir af fremstu gítarleikurum þjóðarinnar af yngri kynslóðinni, þeir Svanur Vilbergsson og Ögmundur Þór Jóhannesson, en sá fyrrnefndi hefur nýlega verið ráðinn sem kennari við tónlistardeild LHÍ og hefur hann störf nk. haust. Þá hefur Ögmundur haldið námskeið fyrir gítarnemendur LHÍ. Erlendir gestir eru Samuel Klemke og Matthew MacAllister. Listrænn ráðgjafi er Pétur Jónasson, gítarkennari tónlistardeildar.

Tónleikar eru haldnir á kvöldin í Norræna húsinu og/eða Þjóðmenningarhúsinu en listamenn hátíðarinnar standa auk þess fyrir masterklössum sem allir fara fram í Sölvhóli og hefjast fimmtudaginn 5. júní og er öllum er heimill aðgangur.

Hátíðinni lýkur laugardagskvöldið 7. júní með tónleikum í Sölvhóli þar sem þáttakendur hátíðarinnar og námskeiðanna koma fram.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu hátíðarinnar: