Sýningin er byggð þannig upp að tíu karlmenn segja á einhvern hátt frá upplifun sinni af því að vera karlmaður. Frásagnir þeirra sprengja á ýmis kýli í samfélagsumræðunni: Hvað er feðraveldi? Hvenær er maður að hösla og hvenær er maður að nauðga? Hvernig líður gerendum í klámi? Hata femínistar karlmenn? Er það mér að kenna að konur eru kúgaðar? Hvað er að vera alvöru karlmaður? Er karlmennskan í krísu?

Sýninginvarð til í framhaldi af því að Vala fór að endurskoða femíníska sýn sína gagnvart karlmönnum. Hún stóð sjálfa sig að fordómum og óþolinmæði í þeirra garð, sem hún kunni ekki við og ákvað því ögra viðhorfum sínum og rannsaka karlmenn í kjölinn, og líðan þeirra í nútímasamfélagi.

Fram koma:

Þorsteinn Guðmundsson uppistandari, Þór Birgisson leikari, Gunnar Nelson bardagamaður, Gísli Hrafn leikskólakennari, Biggi Veira tónlistarmaður, Alexander 9 ára, Júlli kaupmaður í Júllabúð, Steindór Ingi tónlistarmaður, Anna Margrét öryggisvörður og Ari Ólafsson unglingur.

Í lok sýningar er opnað fyrir umræður þar sem skapað er rými til að spyrja spurninga sem brenna á áhorfandanum og velta upp lausnum til framtíðar. 

Tvær sýningar eru eftir; föstudaginn 18. október kl. 20:00 og laugardaginn 19. október kl.20:00. 

Miðaverð er 2500 krónur, 2000 krónur fyrir nema, miðasala i síma 551-1200, á og