Lokaverkefni þeirra snerist um gerð gagnvirks stafræns fræðsluefnis um kolefnisbindingu og loftlagsmál fyrir 10-12 ára börn en eitt af stærstu áskorunarverkefnum samtímans er að ráðast í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings (CO2). 

Á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hefur verið unnið að þróun tækni til að binda koltvísýring varanlega í jarðlögum til að draga úr gróðurhúsáhrifum.  Ein leið til að lækka varanlega styrk CO2 í andrúmslofti er myndun stöðugra, kolefnisríkra steinda í basalti. CarbFix verkefnið miðar að því að kanna fýsileika slíkrar steindabindingar djúpt í berglögum í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar. 

Þriggja manna vinnuhópur vann verkefnið á 10 vikum sumrið 2013. Í hópnum voru tveir nemar úr listkennsludeild LHÍ, Heiða Lind Sigurðardóttir sem sinnti uppeldis- og kennslufræðiþætti verkefnisins og Magnús Valur Pálsson sem sá um grafíska hönnun. Mariela Aráuz Torres frá jarðvísindadeild HÍ sá um umhverfis- og jarðfræðiþátt verkefnisins. Hópurinn vann handrit fyrir leikinn og myndbönd sem honum fylgja í samvinnu við sérfræðinga hjá OR. Undir lokin fengu þau Bjarna Jens Kristinsson, sem sá um forritun leiksins, til liðs við sig.

Á heimasíðu Orkuveitunnar má lesa nánar um CarbFix verkefnið og nálgast má leikinn