Veronika Geiger tekur þátt í sýningunni Do Disturb og tekur þar þátt í endurgerð af sýningarverkefninu Delta Total sem þróað var í vinnusmiðju með sömu yfirskrift sem fór fram á Hjalteyri vorið 2015. Vinnusmiðjan var leidd af Gústavi Geir Bollasyni, staðarhaldara verksmiðjunnar að Hjalteyri, og Sebastian Montero, frá Listaháskólanum í Rouen Frakklandi.

Meistaranámsbraut í myndlist hefur átt í farsælu samstarfi við Verksmiðjuna á Hjalteyri undanfarin ár og er stefnt að áframhaldandi samstarfi.

Þá er fyrirhugað samstarfsnámskeið, haustið 2016, með þátttöku MA nema í myndlist og nemenda við École National de Beaux Arts í París, undir stjórn Gústavs Geirs Bollasonar og leiðbeinenda frá listaháskólunum tveimur.  Áætlað er að hópurinn muni dvelja á Hjalteyri í um 10 daga við verkefnavinnu og útfærslu sýningar sem opnuð verður í Verksmiðjunni við námskeiðslok.Það eru mikil tækifæri falin í aðstæðum og staðháttum á Hjalteyri, ásamt færni og þekkingu góðs fagfólks sem þar tengist rekstri Verksmiðjunnar.

 

Nánar um Do Disturb:

http://www.palaisdetokyo.com/en/events/do-disturb-0