Þrír útskriftarnemar meistarnámsbrautar í myndlist við LHÍ hafa verið valdar til þátttöku í Moskvutvíæringnum 2016. Um er að ræða stóra alþjóðlega samsýningu á verkum yngri kynslóðar listamanna.

Sýningarstjórinn í ár er Nadim Samman en hann var gestur meistaranámsbrautar í myndlist sl haust. Þess má geta að Samman er á lista yfir 20 áhrifamikla yngri sýningarstjóra í Evrópu.

Auk útskriftarnemanna þriggja, þeirra Claire Paugam, Maríu Dalberg og Veroniku Geiger, var fyrrum nemandi BA námsbrautar í myndlist Loga Leó Gunnarssyni (árgangur 2014) einnig valinn til þátttöku.

 

Hér fyrir neðan má lesa nánar um Moskvutvíæringinn og um sýningarstjórann Nadmi Samman.

http://www.biennialfoundation.org/biennials/moscow-international-biennale-for-young-art-russia/

https://www.artsy.net/article/artsy-editorial-the-20-most-influential-young-curators-in-europe