Meistaranám í listkennsludeild Listaháskólans í tónlistar- og leiklistarkennslu

Ertu með BA gráðu í tónlist eða leiklist eða aðra BA gráðu og umtalsverða menntun á sviði lista?

Ertu starfandi tónlistar- eða leiklistarkennari og vilt bæta við þig meistaragráðu í kennslufræði greinanna?

 

Þú gætir skapað neistann sem kveikir eld í huga nemandans.

 

Örfá laus pláss í meistaranám í listkennslu fyrir fólk úr tónlist og sviðslistum.

Listkennsludeild er kraumandi pottur listanna þar sem kennsla og miðlun eru skoðuð í víðara samhengi. Í deildinni er saman kominn hópur fólks úr öllum listgreinum sem hefur það að takmarki að fræðast um og tileinka sér nýjar aðferðir við listkennslu með sem víðtækustu samfélagslegum og hugmyndafræðilegum skírskotunum. Listkennslunemendur eru hvattir til sjálfstæðra vinnubragða og áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning og þekkingu á starfi kennarans, fræðilega sem og á vettvangi.

Meistaragráða í kennslufræðum opnar ótal dyr fyrir fagfólk sem vill miðla sinni grein; í skólum eða á öðrum sviðum samfélagsins.

Framlengdur umsóknarfrestur er til 23. ágúst.

Rafræn umsókn

Allar frekari fyrirspurnir sendist á Kristínu Valsdóttur, deildarforseta: kristin [at] lhi.is