Fjölmargir notuðu tækifærið og kynntu sér nám við skólann. Skólahópar komu ásamt kennurum og námsráðgjöfum. Fjölbreytt dagskrá var í öllum þremur húsum Listaháskólans. Nám á öllum brautum var kynnt, skoðunarferðir voru um húsnæði deilda. Verk nemenda voru til sýnis, hægt var að fylgjast með í völdum kennslustundum, skoða inntökumöppur og margt fleira.

Næst verður Opið hús í Listaháskólanum laugardaginn 1. mars.