Guðbjartur Þór Sævarsson er nýr umsjónarmaður Málmverkstæðisins í Laugarnesi.
Guðbjartur, fæddur 1977, er stálsmíðameistari að mennt og hefur víða komið á starfsferli sínum og öðlast margþætta reynslu úr heimi málmsins. Hann verður í 25 % starfshlutfalli og mun veita þjónustu og ráðgjöf þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 11:00 - 16:00.

Svanhvít Thea hefur hætt störfum á Trésmíðaverkstæðinu og í hennar stað hefur verið ráðinn Oddur W. Guðmundsson.  Oddur er fæddur árið 1987, útskrifaðist frá Listnámsbraut FB árið 2007 og lauk húsgagnasmíði frá Tækniskólanum 2015. Starfshlutfall Odds er 70%.