Þann 26. september var haldið málþing á vegum Karlbak og KreaNord í Listkennsludeild Listaháskóla Íslands um frumkvöðlastarf í listkennslu á Norðurlöndunum. 

Listir, menning og hönnun hefur fjölbreyttar forsendur til þess að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Árið 2012 hittust kennarar og skólafólk frá listaháskólum á Norðurlöndunum á vinnusmiðjum sem hugsuð voru til að deila þekkingu, veita innblástur og segja frá reynslu af frumkvöðlastarfi og frumkvöðlamennt í listkennslu. Í framhaldi af því var ákveðið að halda fimm málþing í mismunandi löndum haustið 2013 og byggja þannig ofaná þessa þekkingu og var málþingið í Listaháskólanum eitt af þeim.

Málþingið sem var sótt af 32 listamönnum, hönnuðum og frumkvöðlum skapaði vettvang sem örvar samskipti milli þátttakenda. Rædd voru tækifæri og áskorandi frumkvöðlamenntunar, auk þess sem margskonar samstarf milli skóla, einstaklinga og landa voru kynnt.

Allar helstu upplýsingar um verkefnið í heild sinni má finna hér