Bjarni Snæbjörnsson, leikari.
Að skapa leiklistarbraut: Uppbygging og þróunleiklistarbrautar í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Starfendarannsókn
þar sem rannsakandinn rannsakar eigið starf, gildi,viðhorf og þróun
leiklistabrautar í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ.
Leiðbeinandi: Hafþór Guðjónsson

Brynja Emilsdóttir, fatahönnuður.
Hafið: Menntuntil sjálfbærni í textílkennslu.
Listasmiðja í textíl með áherslu sjálfbærni, í BarnaskólaHjallastefnunnar.
Leiðbeinandi: Ellen Gunnarsdóttir

Jenný Halla Lárusdóttir, fatahönnuður
Prjónakennsla á Íslandi.
Eigindleg rannsókn á stöðu prjónakennslu á Íslandi.
Leiðbeinandi: Arngunnur Sigurþórsdóttir

30. janúar útskrifuðust þrír nemendur úr listkennsludeild með meistarapróf í
kennslufræði sinna listgreina og einn nemandi útskrifaðist með
diplómapróf. Meistaranemanir kynntu lokaverkefni sín í málstofu sem var
opin öllum í húsnæði listkennsludeildar, Laugarnesvegi 91.

Meistaraverkefni
listkennsludeildar eru með margvíslegu móti. Í formi fræðilegra
ritgerða, nýs námsefnis, viðburða á vettvangi, eigindlegra rannsókna
eða listsköpunar þar sem aðferðum rannsókna er beitt.
Verkefnin tengjast öll kennslu eða miðlun á listum á einhvern hátt.

Ljósmynd: Bjarni Snæbjörnsson