Magnús hefur fjölbreytt nám að baki og starfsreynslu sem nýtist vel í nýju starfi hans hér við skólann. Hann var framkvæmdastjóri Hvíta hússins 2005-2012, og þar á undan viðskiptastjóri um sjö ára skeið á sömu auglýsingastofu. Þá hefur Magnús starfað m.a. sem grafískur hönnuður og ráðgjafi í stefnumótun, auk þess sem hann kenndi við Grunnskóla Vestmannaeyja um árabil og var framkvæmdastjóri Stúdentaleikhúss Háskóla Íslands.

Magnús útskrifaðist með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík 2008. Hann lauk BA gráðu í grafískri hönnun frá Academy of Art College og University of San Fransisco 1987 og stundaði eftir það framhaldsnám við San Francisco State University þar sem hann starfaði einnig sem aðstoðarkennari í grafískri vinnslu. Áður hafði Magnús lagt stund á kennaranám við Kennaraháskóla Íslands þaðan sem hann lauk B.Ed. gráðu árið 1981.