Í ár vinnur hluti þeirra í samstarfi við listkennslunema frá Turku University of Applied Arts með nemendum í 5. bekk Laugarnesskóla í listasmiðjum í Grasagarði Reykjavíkur.
Hluti nemenda munu einnig leiða dans- og sviðslistavinnusmiðjur sem eru hluti af  sviðslistahátíð Assitej, alþjóðlegum samtökum um leikhús fyrir unga áhorfendur.

Viðburðir:

Lærðu að semja dans!
Vinnusmiðja. 60 mín. (9+) Skólasmiðja.
Þátttakendur kynnast samtímadansi og semja stuttan dans í litlum hópum undir handleiðslu danshöfunds. Leiðbeinandi: Auður Ragnarsdóttir. Samstarf við listkennsludeild LHÍ.
TÍMAR OG STAÐSETNING:
Þriðjudagur 21. apríl (morgunn): Skólasmiðja.
Laugardagur 25. apríl kl 11.00 - Iðnó

Þjóðsaga á svið
Vinnusmiðja. 60 mín. (8+) Skólasmiðja.
Þátttakendur vinna saman að uppsetningu á þjóðsögu undir handleiðslu leiklistarkennara. Leiðbeinendur: Engilbert Imsland og Ólafur Jens Sigurðsson meistaranemar við listkennsludeild LHÍ.
TÍMAR OG STAÐSETNING:
Þriðjudagur 21. apríl (morgunn): Skólasmiðja.
Laugardagur 25. apríl kl 12.00 - Iðnó

Náttúru (h)ljóð og myndir: Sýning
24.apríl til 26. apríl
Staðsetning
Grasagarðurinn Reykjavík
Um er að ræða sýningu á afrakstri listasmiðju þar sem 66 nemendur í 5. bekk Laugarnesskóla vinna í listamiðjum í Grasagarði Reykjavíkur. Lögð er áhersla á að þátttakendur smiðjunnar vinni út frá skynfærunum. Þema verkefnisins er tengt draumasögum frumbyggja heimsins sem tengjast móður jörð og náttúrunni. Þetta voru dulúðugar sögur um samskipti manna og dýra, um landslag, lög, siði, trúariðkanir og helgiathafnir.

Nánari upplýsingar um viðburðina má finna á heimasíðu
Nánari upplýsingar um sviðslistahátíð