Listkennsludeild Listaháskóla Íslands bauð upp á opinn hádegisfyrirlestur „Listir og sjálfboðastarf- Rauði krossinn“ í húsnæði sínu í Laugarnesi miðvikudaginn 16. nóvember.

MA in Arts Education- „Listir og sjálfboðastarf- Rauði krossinn“- hádegisfyrirlestur from Iceland Academy of the Arts on Vimeo.

Í hádegisfyrirlestrinum var gefin innsýn í starf Rauða krossins; Sigurbjörg Birgisdóttir frá Rauða krossinum í Reykjavík sagði frá tengslum verkefna við listir og listkennslu. 

Julie Ingham frá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ er sérfræðingur í málefnum hælisleitenda og hún veitti innsýn í það starf sem nú þegar er verið að vinna og einnig hver framtíðarsýnin er varðandi verkefni eins og t.d. „Opið hús fyrir hælisleitendur“. 

Einnig var opnað á samtal um hvað listsköpun getur gert fyrir málaflokkana og skjólstæðinga í viðkvæmri stöðu og úr því samtali spruttu margar áhugaverðar hugmyndir.