Leitað er að einstaklingi sem hefur metnað í skólamálum og skilningi á vægi lista í samfélaginu. Viðkomandi þarf að hafa ríka skipulags- og stjórnunarhæfileika, vera góður leiðtogi, lipur í samskiptum og eiga auðvelt með að starfa með öðrum.

Helstu verkefni kennslustjóra: 

  • Yfirumsjón með kennsluskrá, samræming stundaskráa og fyrirkomulag kennslu í samræmi við einingafjölda, námslýsingar og hæfniviðmið.
  • Stefnumótun í tengslum við kennsluskrá og kennslufyrirkomulag til að ná fram þverfaglegum markmiðum skólans á fræðasviði lista.
  • Skipuleggja stuðning, endurmenntun, þjálfun og samskipti við kennara.
  • Tryggja gæði náms.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Meistaragráða sem nýtist í starfinu.
  • Reynsla af umsjón og skipulagi kennslu.
  • Þekking á háskólaumhverfi og uppbyggingu kennsluskrár.
  • Færni í greiningu gagna.
  • Mjög gott vald á íslensku og ensku hvort heldur sem er í ræðu eða riti.

Með umsókn skulu fylgja eftirfarandi gögn:

Yfirlit yfir starfsferil, menntun og námsferil ásamt afriti af útskriftarskírteinum.
Stutt greinagerð þar sem umsækjandi lýsir hugmyndum sínum um hlutverk kennslustjóra.

Umsóknum skal skila á aðalskrifstofu skólans að Þverholti 11, Reykjavík, eigi síðar en miðvikudaginn 30. apríl. 

Gert er ráð fyrir að kennslustjóri hefji formlega störf við upphaf næsta skólaárs, eða 1. ágúst 2014. Listaháskólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.

Upplýsingar um starfið veita: 

Gunnhildur Arnardóttir
og Trausti Harðarson

Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir. Skólinn starfar í fimm deildum; myndlistardeild, hönnunar- og arkitektúrdeild, tónlistardeild, sviðslistadeild, og listkennsludeild. Starfsstöðvar skólans eru þrjár við Þverholt, Sölvhólsgötu og Laugarnesveg í Reykjavík.