Hæfniskröfur:

  • Þekking á Python og sérstaklega Django vefumhverfinu.
  • Þarf að vera vel að sér í Linux kerfum, sérstaklega Debian og Ubuntu.
  • Góð javascript/jQuery kunnátta, þekking á Backbone.js og Bootstrap er kostur.
  • Þekking á Nginx og Postgres er kostur.
  • Almenn þekking á sýndarumhverfi.

Leitað er að fjölhæfum einstaklingi sem er lipur í samskiptum og á auðvelt með að starfa með öðrum. Starfið krefst þess að viðkomandi geti starfað sjálfstætt, tekið frumkvæði en jafnframt verið opinn fyrir ólíkum leiðum í úrlausn verkefna.

Listaháskólinn er sjálfseignarstofnun og hefur viðurkenningu sem háskóli á fræðasviði lista. Skólinn starfar á þremur stöðum í borginni, í Laugarnesi, á Sölvhólsgötu og í Þverholti, þar sem er aðalaðsetur tölvu- og netsviðs. Alls starfa þrír starfsmenn í fullu starfi á sviðinu.

Gert er ráð fyrir að ráðningin taki gildi í janúar 2013. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður tölvu- og netsviðs, Ágúst Loftsson, í síma 899 9081 og á netfanginu

Umsókn skal skila á háskólaskrifstofu Listaháskóla Íslands, Þverholti 11, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 7. janúar.