Nemendur 3.árs leikaranema flytja Kabarett með sönglögum Kurt Weill úr Túskildingsóperunni, söngleikjunum Happy End og Mahagonny við texta Bertholds Brecht, þetta eru lokatónleikar þeirra í náminu. Að auki flytja þau sönglög úr söngleikjunum One touch of Venus, Lady in the Dark og Happy End eftir Weill við texta Ira Gershwin, Maxwell Anderson og Ogden Nash. 

Daníel Helgason nemandi tónsmíðadeildar sá um útsetningar sönglaga úr Túskildingsóperunni en Kjartan Valdimarsson sér um útsetningar sönglaganna úr hinum söngleikjunum.

Hljómsveit er samsett af nemendum úr tónlistardeild sem spilar undir í Kabarettinum undir stjórn Kjartans Valdimarssonar.

Tvennir tónleikar verða í Smiðjunni (Sölvhólsgötu 13) fimmtudaginn 17.desember, þeir fyrri kl. 18:00 og þeir seinni 20:30. Miðapantanir eru á midisvidslist [at] lhi.is - frítt er inn á tónleikana. 

Tónleikarnir eru samstarfsverkefni

Sviðslistabrautar og Tónlistadeildar LHÍ