Leiðbeinandi á námskeiðinu var Helena Jónsdóttir sem hefur getið sér góðan orðstýr sem danshöfundur og kvikmyndagerðamaður hérlendis sem og erlendis.  

Á námskeiðinu komu saman alls tuttugu nemendur frá Íslandi, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Svíþjóð en fagsvið þeirra er ýmist dans, myndlist eða kvikmyndagerð.

Mikil gleði og kraftur einkenndi námskeiðið. Dansarar festu kaup á upptökuvélum, nemendur í kvikmyndaleikstjórn gerðust danshöfundar og myndlistarnemar gerðust dansarar. Afrakstur námskeiðsins, 11 stuttmyndir, voru sýndar fyrir fullu húsi í Riga síðastliðinn föstudag.



Fjórir nemendur Listaháskólans tóku þátt í námskeiðinu og hlutu til þess ferða- og uppihaldsstyrk frá EMD samstarfsnetinu. Þetta eru þau Elísabet Birta Sveinsdóttir nemandi á dansbraut, Emelía Antonsdóttir nemandi í Fræði og framkvæmd í leiklistar- og dansdeild, og Sunneva Weisshappel og Óskar Kristinn Vignisson, nemendur úr myndlistardeild.

Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á vefsíðu EMD:



Nánari upplýsingar um Helenu Jónsdóttir: