Í kórnum eru rúmlega fjörutíu nemendur af öllum brautum tónlistardeildar. Stjórnandi var Steinar Logi Helgason, nemandi á öðru ári Kirkjutónlistarbrautar. Hann lék einnig  á orgel í athöfninni ásamt Sólveigu Önnu Aradóttur sem einnig stundar nám í kirkjutónlist. Kórinn flutti m.a verk eftir Huga Guðmundsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Smára Ólafsson.