Kristín Valsdóttir, deildarforseti Listkennsludeildar og Sigurður Halldórsson, fagstjóri meistaranáms í Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarfi og Skapandi tónlistarmiðlunar, fluttu erindi ásamt meistaranemum listkennsludeildar, þeim Benedikt H. Hermannssyni, tónlistarmamanni og Laufey Kristinsdóttur, tónlistarskólakennara, á málstofu um „Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar“. föstudaginn 24. sl.

Málstofan var hugsuð sem farvegur fyrir hagsmunaaðila að hefja samtal sín á milli um þá sameiginlegu auðlind sem tónlistarskólakerfið á Íslandi er. Það er meðbyr með listgreinum sem sýnir sig í auknum skilningi á gildi lista og aðferðum listfræðslu. Gæði menntakerfa eru mest þar sem listum og menningu er gert hátt undir höfði og sérþekking úti í samfélaginu er virkjuð, samkvæmt skýrslum frá UNESCO.

Það var nokkur samhljómur á meðal þáttakenda að tónlistarskólar sem miðstöðvar sérþekkingar gætu og ættu að gegna stærra hlutverki í nærsamfélagi sínu. Forsenda þess sé m.a. þróun og meiri sveigjanleiki í kennsluskrá og framboði náms samfara auknu samtali og samvinnu milli skólastiga.

Nánari upplýsingar eru að finna á vef