Karl Ágúst Þorbergsson hefur verið ráðinn lektor í sviðslistum, með áherslu á aðferðir sviðshöfunda, við sviðslistadeild Listaháskólans.

Sérsvið Karls er á sviði samtímasviðslista og hefur hann starfað sem leikstjóri, dramatúrg, höfundur og flytjandi.

Hann var einn af stofnendum og listrænum stjórnendum artFart sviðslistahátíðarinnar og er einn af stofnendum og virkum meðlimum sviðslistahópsins 16 elskendur sem stundar rannsóknir á sviðslistum með formtilraunum.

Af akademískum störfum Karls má m.a. nefna að hann hefur kennt við Listaháskóla Íslands og Hochscule für Schauspielkunst Ernst Busch í Berlín auk þess sem hann sat í nefnd um skipulag meistaranáms við sviðslistadeild Listaháskólans árið 2015.

Karl hefur lokið meistaragráðu frá Institut für Kunst im Kontext við Listaháskólann í Berlin og BA gráðu í fræðum og framkvæmd frá Listaháskóla Íslands.