Jana kennir á námskeiði Finnboga Péturssonar Hljóð sem efniviður fyrir nemendur á 1. og 2. ári á BA stigi og flytur auk þess fyrirlestur um verk sín og rannsóknir á Hugarflugi, ráðstefnu Listaháskólans um rannsóknir og listir sem haldin verður föstudaginn  28. febrúar.

Jana Winderen nam myndlist við Goldsmiths College í London en hafði áður menntað sig á sviði stærðfræði, efnafræði og vistfræði við háskólann í Osló. Hennar sérsvið eru neðansjávarhljóðmyndir. Fyrirlestur sinn nefnir hún Að veiða hljóð frá óaðgengilegum stöðum eða Fishing for sounds from inaccessible places. Fyrirlesturinn fer fram á ensku. 

Dagskrá Hugarflugs má nálgast