Afrakstur þeirrar vinnu birtist nú í innsetningum sem nemendur hafa sjálfir smíðað og nota til að magna upp stemningu eða getu á þeim stöðum sem þau eru að vinna með.  Nemendur mega eingöngu vinna með endurnýtanleg efni, eiga að geta aflað þeirra án mikilla útgjalda og eiga að geta fargað án þess að skilja eftir sig spor í umhverfinu.

Hóparnir unnu með upplifunarferli hlaupara, leynda búsetu í Öskjuhlíðinni, staldur hjólreiðafólks og víxlverkun upplifunar hunda og eigenda þeirra. 

Leiðbeinendur í námskeiðinu í ár eru Björn Guðbrandsson og Hildigunnur Sverrisdóttir.
Verkin standa einungis í Öskjuhlíðinni í örfáa daga (til 15. maí).