Ráðstefnan er sú þriðja í árlegri ráðstefnuröð skólans og mikilvægur liður í uppbyggingu þekkingar á fræðasviði lista. Efnt er til hennar í því markmiði að skapa opinn vettvang fyrir miðlun rannsóknarverkefna á sviðinu og draga fram þann fjölbreytileika sem einkennir nálgun, aðferðir, efnistök og miðlun.

Hugarflug er vettvangur fyrir stefnumót starfsmanna skólans, stundakennara, nemenda og annarra starfandi listamanna, hönnuða og fræðimanna á Íslandi og býður upp á tækifæri til tengslamyndunar í akademísku samhengi hinna skapandi greina.

í ár fyllir 12 málstofur með 55 erindum af ýmsum lengdum, gerðum og inntaki.