HönnunarMiðstöð og Arkitektafélag Íslands hafa nú hreiðrað tímabundið um sig hjá Listaháskólanum í Þverholti 11. Félögin þurftu á dögunum að kveðja skrifstofu sína í Vonarstræti og eru sem stendur að leita að nýjum heimkynnum. Í millitíðinni býður Listaháskólinn þau velkomin og vonar að það fari vel um þau. Skrifstofuna er að finna á jarðhæðinni þar sem alla jafna er mötuneyti og sýningarsalur hönnunar- og arkitektúrdeildar.
Skrifstofan er opin á sama tíma og venjulega og fólki er velkomið að kíkja við.