HönnunarMars fer fram í áttunda sinn dagana 10. – 13. mars. 

Um 100 viðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar ár hvert. Þar á meðal eru sýningar, fyrirlestrar, uppákomur og innsetningar. Á HönnunarMars sameinast allar greinar hönnunar; fatahönnun, arkitektúr, húsgagna- og innanhússhönnun, grafísk hönnun og vöruhönnun.

Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir af íslenskum hönnuðum og arktitektum, en þátttakendur hátíðarinnar telja um 400 ár hvert. Fjöldi nemenda og starfsmanna við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands tekur þátt í ár og er hér yfirlit yfir nokkra þeirra. Þetta er þó ekki tæmandi listi og hvetjum við fólk til að kynna sér dagskrána á vefsíðu HönnunarMars http://honnunarmars.is/dagskra/ar/2016/

 

Garðar Eyjólfsson, fagstjóri vöruhönnunar og Thomas Edouard Pausz aðjúnkt í vöruhönnun standa fyrir sýningunni Þýðingar í Safnahúsinu. Þar er samtímahönnun stillt upp í einskonar „samræðu“ við sýningargripi á sýningunni Sjónarhorn. Sýningin er ein af upphafspunktum HönnunarMars og opnar miðvikudaginn 9. mars, kl. 16:00
http://honnunarmars.is/dagskra/2016/thydingar/
https://www.facebook.com/events/186698151703917/

 

Opnunarhóf Mænu verður einnig haldið, 9. mars, og hefst kl. 19:30 í húsi Sjávarklans, Grandagarði 16. Mæna er tímarit um hönnun á Íslandi sem gefið er út árlega af hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Tímaritið er hannað og unnið af nemendum á lokaári í grafískri hönnun en ritstjórar koma úr hópi kennara deildarinanr. Þema Mænu í ár er hreyfing sem endurspeglast í innihaldi, uppsetningu og útliti tímaritsins. Ritið er ókeypist á meðan birgðir endast og sýning um efni og innihald Mænu verður í húsi  Sjávarklasans á meðan HönnunarMars stendur.
http://honnunarmars.is/dagskra/2016/maena-2016/
https://www.facebook.com/events/1770366506524750/

 

Á sýningunni Hamskipti skiptast nemendur á öðru ári í grafískri hönnun á heimspekilegum hugleiðingum um hugtakið „hamskipti“ og birta niðurstöður sínar á sjónrænan hátt í Sjávarklasanum. Opnunarhóf er 9. mars, klukkan 19:30.
http://honnunarmars.is/dagskra/2016/hamskipti/
https://www.facebook.com/events/573328386153076/

 

Rúna Thors, stundakennari í vöruhönnun, sá um hönnun umgjarðar sýningarinnar Leið 10 ásamt Hönnu Jónsdóttur, vöruhönnuði og nemanda í grafískri hönnun og fengu þær til liðs við sig Ragnar Vilberg Bragason. Listamenn Listar án landamæra og ólíkir hönnuðir voru paraðir saman í fjögur teymi sem unnu saman að fjölbreyttum verkum. Afrakstur samstarfsins verður sýndur á Hlemmur Square. Opnun 9. mars, klukkan 20.
http://honnunarmars.is/dagskra/2016/leid-10/
https://www.facebook.com/events/1550406408608411/

 

Þórunn Árnadóttir, stundakennari í vöruhönnun, sýnir nýjar viðbætur við vörulínuna sína „Sipp og Hoj!“ í Gallerí Gróttu. Sýningin ber heitið Frímínútur en það er einnig þema vörulínunnar og í henni fléttast saman hefðbundið netagerðarhandverk og efni frá netaverkstæði. Opnunarhóf er haldið 9. mars klukkan 17:00
http://honnunarmars.is/dagskra/2016/friminutur-prestar/
https://www.facebook.com/events/1673599812907202/

 

Níu nemendur í vöruhönnun sýna valin verkefni sem snúa að kortlagningu framleiðslu, ferla og túlkun á rannsóknum á sýningunni Drifting Cycles í Gróttuvita. Þeir Garðar Eyjólfsson, fagstjóri vöruhönnunar og Thomas Pausz, aðjúnkt í vöruhönnun leiddu undirbúning sýningarinnar. 
Opnunartími sýningarinnar veltur á sjávarföllunum og má nálgast hann á facebook viðburðinum.
https://www.facebook.com/events/1684925801756608/

 

Nemendur á lokaári í vöruhönnun unnu verkefnið Úr viðjum víðis í áfanganum „Stefnumót hönnuða við skógræktarbændur“, í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur. Afraksturinn verður til sýnis í Víkinni, Sjóminjasafninu að Grandagarði 8.
http://honnunarmars.is/dagskra/2016/ur-vidjum-vidis/
https://www.facebook.com/events/582867515193806/591574210989803/

 

Guðmundur Úlfarsson, stundakennari í grafískri hönnun tekur þátt í tveimur sýningum í samstarfi við Mads Freund Brunse en þeir vinna undir heitinu Or Type. Fyrri sýningin heitir Or Type Reading Room + Video Hailstorm (VHS). Sú sýning fer fram í Mengi og er unnin í samstarfi við Atla Bollason og Sebastian Jansson. Á sýningunni má meðal annars skoða nýjasta letur Or Type sem ber heitið L15.
http://honnunarmars.is/dagskra/2016/or-type-reading-room-video-hailstorm-vhs/
https://www.facebook.com/events/966666636758976/

 

Seinni sýningin heitir Or Type x 66°NORTH. 66°NORTH og Or Type munu þar kynna sérútgáfu af húfukollunni sem er gerð í tilefni af HönnunarMars í ár. Um leið verður sýnt nýtt letur sem er sérhannað af Or Type fyrir 66°NORTH. Sýningin er á Skólavörðustíg 12.
http://honnunarmars.is/dagskra/2016/or-type-x-66north/
https://www.facebook.com/events/1194294690598498/

 

Weaving DNA, Hiding Colour er sýning byggð á samstarfsverkefni Hönnu Dísar Whitehead sem er stundakennari í vöruhönnun og skoska textílhönnuðarins Claire Anderson í Hverfisgalleríi. Í sýningunni eru litbrigði úr Reykjavík falin í hefbundnum skoskum textíl sem er samstarf hönnuðanna og Knockando Woolmill.
http://honnunarmars.is/dagskra/2016/weaving-dna-hiding-colour/
https://www.facebook.com/events/573160329526465/

 

Þær Auður Inez Sellgren og Elsa Dagný Ásgeirsdóttir sem útskrifuðust úr vöruhönnun og Niki Jiao sem útskrifaðist úr MA hönnun síðastliðið vor standa að sýningunni Weather: Part I í Kirsuberjatrénu. Sýningin byggir á rannsókn þeirra, á því hvernig veður mótar lifnaðaraðstæður mismunandi svæða.
 http://honnunarmars.is/dagskra/2016/weather-part-i/
https://www.facebook.com/events/155263841512581/