„Þetta er orðinn drjúgur tími síðan mér var falið að hafa forystu um að koma skólanum á stofn og því kominn tími fyrir mig að breyta til. Starfið hefur verið afar krefjandi og í raun tekið alla mína orku og hugsun frá fyrstu stundu. Fyrir mig persónulega er mikilvægt að ég fái svigrúm til að endurnýja mig sem tónskáld og byggja upp starfsferil sem ég hafði á því sviði áður en ég tók að mér forystu fyrir uppbyggingu skólans. Þá er það mín skoðun að hver maður skuli sitja hóflega lengi í forystustarfi eins og þessu og það verði hollt skólanum að fá nýjan stjóra í brúna. Ég mun gera allt til þess að yfirfærslan frá mér til nýs rektors takist vel og verði örugg og fumlaus.“

Starf rektors verður auglýst á næstu dögum og er stefnt að því að ákvörðun um ráðningu liggi fyrir snemma næsta vor.