Bæði eiga þau að baki glæstan söngferil, hér heima og erlendis, og eru á hátindi ferils sín sem söngvarar. Það er því  mjög ánægjulegt að nemendum Listaháskólans standi það til boða að stunda hjá þeim nám á komandi misserum.

Listaháskólinn hefur átt því láni að fagna að hafa marga af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar í kennaraliði sínu. Strengjadeildin fór af stað með þeim Gunnari Kvaran sellóleikara og Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara. Sigrún Eðvaldsdóttir, Auður Hafsteinsdóttir og Sigurgeir Agnarsson eru einnig á lista yfir kennara í boði, sömuleiðis Svava Bernharðsdóttir, Pétur Jónasson, Einar Jóhannesson, Martial Nardeau, Peter Maté og Nína Margrét Grímsdóttir svo nokkur nöfn séu nefnd en mörg þó ótalin. Söngdeildin var lengst af undir dyggri forystu Elísabetar Erlingsdóttur ásamt Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, en nú munu þau Kristinn Sigmundsson og Þóra Einarsdóttir bætast í kennarahópinn. 

Hægt er að skoða lista yfir kennara í hljóðfæraleik og söng