Nýtt meistaranám í sviðslistum hefst haustið 2016. Heimskunnir sviðslistamenn eru á meðal kennara í náminu.
 
Franko B er heimskunnur ítalskur gjörningalistamaður sem býr og starfar í London. Hann vinnur með gjörninga, vídeó, ljósmyndun, málverk, innsetningar og skúlptúr. “Líf og starf Franko B er staðsett á milli einangrunar og tælingar, góðgerða og ögrunar, þjáningar og erótíkur, pönks og ljóðrænu. Einhverskonar geðklofi sem leitar jafnvægis og grefur á  dramatískan hátt undan stöðnun…”
 
 
Kirsten Delholm stofnandi og listrænn stjórnandi Hotel Pro Forma í Kaupmannahöfn sem hefur verið farartæki fyrir stórbrotnar sjónrænar sviðssetningar á mörkum leikhúss og myndlistar. Hvert verk er rannsókn þar sem Kirsten vinnur með byggingarlist, vídeó, innsetningar, tónlist, dans, vísindi og stafræna miðla í samstarfi við listamenn og vísindamenn. Verk hennar eru marglaga sviðssetningar þar sem efni og form, rými og tími takast á með mjög sterkar og áleitnar hugmyndir að leiðarljósi. Verk Kirsten hafa verið sýnd í yfir 30 löndum og er hún margverðlaunuð fyrir verks sín og framlag til samtíma sviðslista en árið 2015 fékk hún bæði heiðursverðlaun Reumerts virtustu leiklistarverðlaun Dana og Distinguised Artist Award frá International Society for the Performing Arts.
 
 
Frestur til að sækja um í meistaranámi í sviðslistum er til 13. maí.
 
(mynd er af síðu Franko B.)