Hin unga söngkona Heiðdís Hanna Sigurðardóttir sem hefur verið „cover“ fyrir Þóru Einarsdóttur frá því að æfingar hófust fær nú tækifæri til þess að stíga á svið Íslensku Óperunnar í hlutverki Zerlinu.
Heiðdís Hanna (f.1990) hóf söngnám hjá Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur í Tónlistarskóla Garðabæjar fimmtán ára gömul og lauk þaðan framhaldsprófi vorið 2011. Hún hefur stundað nám á bakkalársstigi við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi síðastliðin þrjú ár hjá Prof. Angela Nick. Hún var mjög virk í tónleikahaldi á námstímanum í Þýskalandi.
Síðastliðið haust ákvað hún að skipta yfir í Listaháskóla Íslands og mun hún ljúka námi þaðan á árinu. Kennarar hennar eru Þóra Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson.
Síðasta sumar kom Heiðdís Hanna fram á tónleikum Pearls of Icelandic Songs í Kaldalóni í Hörpu og í janúar síðastliðnum kom hún fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum Ungir einleikarar. (úr frétt Íslensku Óperunnar)