Tveir nemendur útskrifuðust með meistaragráðu frá listkennsludeild, einn með meistaragráðu  í tónsmíðum og einn nemandi útskrifaðist með BA gráðu í grafískri hönnun.

Þeir sem útskrifuðust eru:

Heiða Lind Sigurðardóttir, MAartEd frá listkennsludeild
Kolbeinn Bjarnason, MA tónsmíðar frá tónlistardeild
Magnús Valur Pálsson, MAartEd frá listkennsludeild
Sönke Holz, BA gráða í grafískri hönnun frá hönnunar- og arkitektúrdeild.

Við athöfnina spilaði Kolbeinn Bjarnason á þverflautu.

Þess má geta að þetta er fyrsta útskrift nýs rektors Listaháskólans, Fríðu Björk Ingvarsdóttur. Hægt er að lesa ávarp hennar hér fyrir neðan.