Fimmtudaginn 29. mars hefst röð útskriftartónleika tónlistardeildar
Listaháskóla Íslands formlega með tónleikum Halldórs Smárasonar en hann
útskrifast í vor með BA-gráðu í tónsmíðum. Tónleikarnir verða í
Neskirkju og hefjast kl. 20:00. Efnisskráin er viðamikil; frumflutningur
á nýju verki eftir Halldór Smárason, flautukonsert eftir Reissiger í
flutningi Hafdísar Vigfúsdóttur flautuleikara og Hetjusinfónían sjálf,
Sinfónía nr.3 eftir Ludwig van Beethoven.

Fuscus var samið fyrir Gunnstein Ólafsson og Sinfóníuhljómsveit unga
fólksins, Ungfóníu, á tímabilinu desember 2011 til mars 2012. Kveikjan
að verkinu er sex tóna hljómur (D, G, B, Cís, Fís og A) en þaðan er
uppistaða tónefnis og formsins sprottin. Tónar hljómsins bera
Útskriftarverk Halldórs Smárasonar í flutningi Ungfóníu fimmtudaginn 29.
mars

Fimmtudaginn 29. mars hefst röð útskriftartónleika tónlistardeildar
Listaháskóla Íslands formlega með flutningi Sinfóníuhljómsveitar unga
fólksins, Ungfóníu, á útskriftarverki Halldórs Smárasonar en hann
útskrifast í vor með BA-gráðu í tónsmíðum. Tónleikarnir verða í
Neskirkju og hefjast kl. 20:00. Efnisskrá tónleikanna er viðamikil;
frumflutningur á nýju verki eftir Halldórs: Fuscus, flautukonsert eftir
Reissiger í flutningi Hafdísar Vigfúsdóttur flautuleikara og
Hetjusinfónían sjálf, Sinfónía nr.3 eftir Ludwig van Beethoven.

Fuscus var samið fyrir Gunnstein Ólafsson og Sinfóníuhljómsveit unga
fólksins, Ungfóníu, á tímabilinu desember 2011 til mars 2012. Kveikjan
að verkinu er sex tóna hljómur (D, G, B, Cís, Fís og A) en þaðan er
uppistaða tónefnis og formsins sprottin. Tónar hljómsins bera hver og
einn sérstakan lit: tónninn D er blár, G grænn, B rauður, Cís
appelsínugulur, Fís gulur og A grár. Verkið skiptist í sex stutta
formhluta sem byggjast á fyrrgreindum tónum og litum. Hver hluti er
undir áhrifum þeirra tilfinninga sem viðkomandi litur vekur upp hjá
höfundi. Litir setja mark sitt á marga þætti verksins, svo sem tónefni,
hljóðfærahópa, styrk og áferð. Þannig er rauði liturinn að mestu leyti
rytmísk píanókadensa sem byggist á þremur tónum á meðan að guli liturinn
framkallar statískt, þunnt og kyrrt ástand í flestum hljóðfærahópum.
Litirnir hafa einnig áhrif innbyrðis í verkinu. Þannig er appelsínuguli
hlutinn byggður á hugmyndum grunnlitanna rauðs og guls, og græni hlutinn
fer lengra með hugmyndir sem birtast í bláum og gulum. Þessi samblöndun
litanna er sérstaklega eftirtektarverð þar sem að guli liturinn er sá
fimmti í röðinni, og birtist því ekki fyrr en eftir bæði þann græna og
appelsínugula. Þess ber þó að geta að samblöndun litanna er aðallega háð
innsæi höfundar frekar en vísindalegri nálgun. Verkið hlaut nafnið
Fuscus, sem er eitt af latneskum heitum yfir litinn brúnan, þar sem
höfundur gerir sér í hugarlund að blöndun allra litanna í verkinu gæfi
einmitt þann lit.

Halldór Smárason fæddist á Ísafirði 3. mars 1989. Hann hóf
tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar sjö ára gamall og lauk
framhaldsprófi í píanóleik samfara stúdentsprófi vorið 2009. Aðalkennari
hans við skólann var Sigríður Ragnarsóttir. Haustið eftir stúdentspróf
fluttist Halldór suður til Reykjavíkur og hóf nám við tónsmíðadeild
Listaháskóla Íslands. Þar hafa aðalkennarar hans verið Tryggvi M.
Baldvinsson og Atli Ingólfsson. Auk klassískrar tónlistar hefur Halldór
fengist við djass, popp, rokk og leikið á ótal tónleikum sem og inn á
hljómdiska.

Sinfóníuhljómsveit unga fólksins, Ungfónía, var stofnuð haustið 2004.
Hljómsveitin er skipuð nemendum úr tónlistarskólum af
höfuðborgarsvæðinu, LHÍ og við tónlistarskóla erlendis á aldrinum 13-25
ára. Hljómsveitin hefur tekist á við þrjú til fjögur verkefni á ári og
haldið tónleika víða um land, þar á meðal á Þjóðlagahátíðinni á
Siglufirði. Gunnsteinn Ólafsson (1962) hefur verið stjórnandi
Sinfóníuhljómsveitar unga fólksins frá upphafi.