Fyrirlesarar ræddu rannsóknarverkefni sín á fjölbreyttum sviðum listgreina, hugvísinda, félagsvísinda og viðskiptafræða, en um 90 manns sóttu ráðstefnudaginn. Segja má að vel hafi tekist til í þessari fyrstu tilraun til að skapa vettvang til samræðna um ólíkar nálganir í menningu og listum til rannsóknarstarfsemi og þekkingarsköpunar. Áformað er að gera Hugarflug að árlegum viðburði þar sem Listaháskólinn kynnir þá rannsóknarstarfsemi sem fram fer innan veggja skólans, en leggur um leið áherslu á að skapa vettvang fyrir þverfaglega samræðu við fræðimenn annarra fræðasviða sem og starfandi listamenn. Skólinn þakkar fyrirlesurum og öðrum ráðstefnugestum fyrir að taka þátt í að skapa þennan vettvang.